Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar hefði staðið upp og rotað menn í stjórn KR hefðu þeir lagt fram sama tilboð á hans borð og Pablo Punyed fékk árið 2020. Pablo fór frá KR vegna þess og fór til Víkings þar sem hann hefur verið frábær.
Pabo sagði frá þessu í Gula spjaldinu. „Buðu mér 15% af þeim launum sem ég var að þéna. Ég var þarna búinn að taka 65% launalækkun út af covid. Ég hélt, út af því ég var búinn að hjálpa félaginu þannig, að þeir myndu reynda hjálpa mér líka. Þeir buðu 15% af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór,“ sagði Pablo og hélt því fram að þetta hefði verið sama stjórn og væri að stýra KR í dag.
Mikael sem er harður stuðningsmaður KR ræddi málið í Þungavigtinin í dag.
„Ég fór líka að hugsa, er hann ekki að ýkja. Hann hefur ekki verið með meira en milljón á mánuði, hann hefði verið komin í 4. deildar laun. Þetta er 150 þúsund krónur,“ segir Mikael.
„Ef þetta er rétt, þá á stjórnin að skamma sín. Ég trúi þessu ekki, hefðu viljað minnka íbúð eða setja hann á Golf og taka af honum Benzinn.“
Mikael hefði ekki farið að hlæja líkt og Pablo.
„Móðgun? Ég hefði ekki labbað út og farið að hlæja, ég hefði rotað hann og farið svo út.“