fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr í nágrannaerjum – Sakaði mann um símanjósnir og dró upp hníf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 17:15

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í kjölfar þess að hann missti stjórn á sér í nágrannaerjum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag, 3. nóvember.

Málsatvik eru þau að þann 15. nóvember árið 2021 hringdi kona skelfingu lostin í lögreglu og tilkynnti að nágranni hennar hefði ráðist á eiginmann hennar og hótað honum með hnífi. Í texta dómsins segir jafnframt um málsatvikin:

„Samkvæmt frumskýrslunni kom fram í viðræðum við brotaþola á vettvangi að rafmagn hefði farið af íbúð hans, hann því farið og knúið dyra á heimili ákærða og beðið um aðgang að sameiginlegri rafmagnstöflu. Í stað þess að verða við beiðni brotaþola hafi ákærði snöggreiðst, sakað brotaþola um að „hakka“ sig inn á Facebook aðgang ákærða og til þess notað Samsung farsíma sinn, ákærði við svo búið rifið í hálsmál brotaþola, dregið fram hníf og bæði hótað og reynt að stinga brotaþola með hnífnum. Brotaþoli hafi svo náð að losa sig undan ákærða og farið upp í íbúð sína.“

Síðan segir að eftir þetta hafi ákærði skorið á dekk bíls nágrannanna.

Í ákæru var hinn ákærði sakaður um að hafa gripið fast og togað í hettu á úlpu nágrannans og sveiflað hnífi í áttina að honum þannig að hnífurinn lenti í úlpu hans þegar hann sneri sér undan og smeygði sér úr úlpunni. Við þetta hafi komið gat á úlpuna og maðurinn hlotið af þessu eymsli og stífleika í hálsi og baki.

Ennfremur var hinn ákærði sakaður um eignaspjöll með því að hafa traðkað á snjallsíma nágrannans og stungið með hnífi í dekkin undir bílnum hans.

Hinn ákærði játaði að hafa skorið í dekkin en þverneitaði fyrir að hafa eyðilagt síma nágrannans og ráðist á hann með hnífi. Dómari taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann væri sekur um öll ákæruatriðin.

Auk 45 daga skilorðsbundins fangelsis var hann dæmdur til að greiða nágrönnum sínum 300 þúsund krónur í skaðabætur og 200 þúsund í málskostnað. Einnig var hann dæmdur til að greiða tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað, aðallega málsvarnarlaun verjanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“