Manchester United er farið að skoða aðra kosti í markið fyrir janúargluggann ef marka má frétt portúgalska miðilsins A Bola.
Andre Onana var keyptur í markið á Old Trafford fyrir 47 milljónir punda í sumar en hefur ekki staðist væntingar, frekar en liðið í heild.
Diogo Costa, markvörður Porto og portúgalska landsliðsins, var einnig orðaður við United í sumar og A Bola segir að félagið horfir til hans á ný.
Talið er að hann sé með klásúlu upp á 65 milljónir punda í samningi sínum.
Þá kemur einnig fram að njósnari á vegum United hafi horft á leik Costa gegn Vizela í síðasta mánuði.