Katia Aveiro, systir Cristiano Ronaldo, virðist heldur ósátt með að Lionel Messi hafi hreppt Ballon d’Or verðlaunin í vikunni.
Messi vann sín áttundu Ballon d’Or verðlaun en ekki voru allir sáttir við það og vildu sjá Erling Braut Haaland hreppa verðlaunin frekar.
Aveiro setti like við færslu þar sem mynd var af Ronaldo með sín fimm Ballon d’Or verðlaun meðal annars. Þar stóð: „Verðskuldað, ekki gefins.“
Það er ljóst hvað er verið að segja með þessu en Aveiro setti einnig athugasemd undir færsluna. Setti hún inn hendur að klappa.