Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah hafi aldrei rætt við sig um hugsanleg skipti til Sádi-Arabíu síðasta sumar.
Salah var sterklega orðaður við Al Ittihad sem hefði borgað honum stjarnfræðilega há laun. Ekkert varð þó af skiptunum en Egyptinn er áfram orðaður við Sádí.
„Hann kom aldrei til mín og sagðist vilja fara. Ég hugsaði ekki um þetta í eina sekúndu,“ segir Klopp um málið.
„Ég veit ekki af neinu tilboði en þetta skiptir engu máli. Mo er hér. Þú sérð hvað hann nýtur sín vel.“
Salah er kominn með tíu mörk og fjórar stoðsendingar það sem af er tímabili með Liverpool.