fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

The Guardian fjallar um lúsafaraldurinn í laxeldinu á Vestfjörðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðillinn The Guardian gerir fjallar með ítarlegum hætti um lúsafaraldurinn í eldislaxi á Vestfjörðum í dag og segir hann af áður óþekktri stærðagráðu. Birtir miðillinn myndir af illa förnum eldislöxum og slær málinu upp sem hneyksli þegar kemur að velferð dýra.

Þá birtir miðillinn sömu drónamyndbönd og Heimildin hefur birt undanfarna daga en myndböndin tók Veiga Grétarsdóttir. Þar má sé illa farna laxa, „á skala sem hefur ekki sést áður,“ að mati breska miðilsins,  sem nauðsynlegt var að slátra. Segir Veiga í viðtali við breska miðilinn að hún haldi að hún hafi ekki séð einn heilbrigðan fisk. „Þeir hreyfðu sig hætt, eins og uppvakningafiskar, dauðir en á hreyfingu,“ segir Veiga.

Eins og komið hefur fram er talið að tólf sjókvíar hafi orðið fyrir barðinu á lúsafaraldrinum. Ekki liggur fyrir nákvæmur fjöldki þeirra fiska sem að hefur þurft að drepa vegna faraldursins. Fiskarnir fari í dýrafóður.
Laxalús getur verið skaðvaldur í miklum mæli
Þá hefur breski miðillinn eftir Berglindi Helgu Bergsdóttur, sérfræðingur í fiskeldi hjá Mast, að slíkur lúsafaraldur hafi aldrei sést hér á landi en sérfræðingar töldu að of kalt væri fyrir lúsina til að þrífast í miklum æli. „Kennslustundirnar verða ekki verri en þessar,“ segir Berglind Helga og bendir á að sárin á fiskunum eftir lýsnar hafi versnað út af bakteríu sem einnig herjaði á fiskanna. „Það hefur komið öllum í opna skjöldu hvað þetta gerðist hratt, „segir Berglind Helga. Greinir hún frá því að Mast hafi heimilað að sérstakt lúsalyf yrði notað á laxanna en það hafði ekki tilætluð áhrif. „Eftir tvær til þrjár vikur hafði orðið gríðarleg fjölgun lúsa,“ segir Berglind Helga.
Þá sé til rannsóknar hvort að lýsnar hafi stökkbreyst og hvort lyfið hafi haft þar eihver áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“