fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Erfitt að fyrirgefa eiginmanninum framhjáhaldið

Fókus
Föstudaginn 3. nóvember 2023 21:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með miklum erfiðsmunum tókst mér að fyrirgefa eiginmanni mínum fyrir að hafa haldið framhjá mér. En sama hvað ég geri, þá get ég ekki hætt að hugsa um það.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég get ekki hætt að hugsa um að ég sé „huggunarverðlaunin“, enda er konan sem hann hélt framhjá mér með algjör andstæða mín. Hún er ljóshærð, grönn og helmingi yngri en ég.

Nú ligg ég andvaka á næturnar með áhyggjur að hann sé aðeins með mér út af börnunum.

Ég hef reynt allt en hann gjöreyðilagði allt traust sem ég bar til hans og á hverjum degi er mér flökurt af áhyggjum að hann muni endurtaka leikinn.“

Konan er 49 ára, eiginmaður hennar er 52 ára og þau hafa verið gift í 20 ár. Þau eiga þrjú börn, 9 ára, 11 ára og 15 ára.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að hann myndi svíkja mig á þennan hátt. Hann var alltaf hinn fullkomni eiginmaður.“

Allt breyttist þegar konan sá skilaboð í síma hans. „Ég vissi að eitthvað væri að. Hann reyndi fyrst að forðast að viðurkenna nokkuð. Hann sagði að þetta væri bara samstarfskona hans og að hann talaði svona við alla. Ég trúði honum þar til einn daginn missti ég tökin og skoðaði símann hans. Þá sá ég að það væri búið að vera eitthvað á milli þeirra í nokkra mánuði.

Síðan þá hefur sjálfstraustið mitt verið í molum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft hann hefur beðist afsökunar og reynt að bæta upp fyrir þetta, en ég get ekki hætt að hugsa um svik hans.

Ég bara á svo erfitt með að trúa að hann gat gert mér þetta. Mun ég einhvern tíma ná að jafna mig? Ég er hrædd um að ég muni aldrei geta treyst honum aftur.“

Ráðgjafinn svarar:

„Eiginmaður þinn hefur svikið þig og gefið þér góða ástæðu til að vera óörugg í hjónabandinu.

Að geta jafnað sig á framhjáhaldi maka getur verið erfitt, sérstaklega ef það hefur áhrif á sjálfstraust þitt.

Ef þú vilt að hjónabandið gangi upp þá þarftu að vera hreinskilin við hann og segja honum nákvæmlega hvernig þér líður. Annars mun ekkert gerast og það er ólíklegt að þessar tilfinningar hverfi bara.

Hans hlutverk núna er að hughreysta þig og sanna fyrir þér að þú sért sú sem hann vill.

Ef hann er áfram í sambandinu bara fyrir börnin þá mun það ekki ganga upp, börnin ykkar munu finna fyrir því á einhvern hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“