fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ísland – Spánn

Eyjan
Föstudaginn 3. nóvember 2023 11:25

Ari Kr. Sæmundsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsótti Spán nú á haustdögum. Á svæðinu, sem ég dvaldi, búa og starfa fjölmargir Íslendingar. Hitti þar á förnum vegi fyrrverandi nágranna minn. Sá sagðist hafa flutt til Spánar fyrir 4 árum og lét vel af sér: „Það eru einkum tveir kostir við að búa á Spáni, veðrið og verðið.“ Ég varð hugsi. Við ráðum engu um veðrið á Íslandi, en getum við tjónkað eitthvað við verðið? Fór í búð og keypti mér eina 700 ml flösku af Beefeater gini til að hressa mig við og greiddi tæpar 2.000 krónur fyrir (m.v. núverandi gengi íslensku krónunnar gagnvart evru). Sama flaska kostar hér um 7.400 krónur í Vínbúðinni. Velti fyrir mér af hverju. Samkvæmt ráðamönnum er þetta spurning um lýðheilsu, Íslendingar eru svo miklar fyllibyttur að áfengi þarf að vera dýrt svo þeir fari sér ekki að voða. Sá ekki dauðadrukkna Spánverja ráfandi um stræti og torg, þrátt fyrir að ódýrt áfengi sé á boðstólum í öllum matvöruverslunum. Ætli ráðamönnum á Spáni sé alveg sama um lýðheilsu?

Málið er að þetta hefur ekkert með lýðheilsu að gera. Flestum Íslendingum finnst gott og gaman að fá sér í tána. Þetta vita gjaldatröllin, sem hér ráða. Þarna er gjaldstofn, sem nýta má til fulls og gott betur. Veist þú, lesandi góður, hvað eru margir gjaldstofnar á Íslandi? Og þá eru ekki meðtalin tilfallandi gjöld eins og t.d. í heilbrigðiskerfinu. Ætla ekki að ræða um matarkörfuna. Aðrir eru iðnir við þann samanburð. Geri mér grein fyrir að meðallaun eru lægri á Spáni en hér, en tekjuskattar eru líka lægri, 19% fyrir lægstu árslaun, en hæstir 37%. Fjármagnstekjuskattur er einnig þrepaskiptur, lægstur 19%, en aldrei hærri en 26%. Almennur virðisaukaskattur er aðeins lægri, 21%, en fer niður í 4% af ýmis konar matvöru og m.a. bókum. Áhugavert fyrir bókaþjóðina?

Rakst svo á annan Íslending sem ég þekki vel. Hann er búinn að búa og starfa á Spáni í tæp 3 ár og sagði mér að einu sinni á ári byði útibússtjórinn, þar sem hann stundar sín bankaviðskipti, sér í kaffi til að ræða málin.  Nú síðast upplýsti útibússtjórinn hann um að af því að hann væri góður og skilvís viðskiptavinur, ætlaði hann að lækka vextina á láninu hans úr 2,55% í 2,4%! Kannast einhver hér við að hafa fengið slíkt tilboð frá sínum viðskiptabanka, eða þetta vaxtastig? Þar sem íslenskir bankar eru í óða önn að loka öllum sínum útibúum, verður viðskiptavinum seint boðið í spjall og kaffi. Blessaðir bankastjórarnir í bankahöllunum myndu þá ekki gera neitt annað frá morgni til kvölds allt árið en drekka kaffi með viðskiptavinum sínum.

M.v. stöðuna eins og hún er núna, hef ég fyrir satt að minn viðskiptabanki sé með eitt útibú á Stór-Reykjavíkursvæðinu með gjaldkeraþjónustu. Málið er að við sjáum að mestu um að þjónusta okkur sjálf. Samt virðast gjaldatröllum bankanna engin takmörk sett. Skoðaði gjaldskrá míns viðskiptabanka.  Hún er heilar 7 síður. Bullgjöld minnir mig að bankastjóri Indó ekki-banka hafi kallað gjaldtöku, þar sem enginn kostnaður liggur að baki, áætlaðir 13 milljarðar á ári hjá stóru bönkunum þremur.

Verðbólga á Spáni er nú 3,5%, en fór í um 9% þegar hún var hæst í núverandi verðbólguskoti. Hafi ég skilið þetta rétt, eru stýrivextir þar nú um 4,5%. Hvernig tækluðu Spánverjar verðbólguna? Þeir sendu m.a. gjaldatröllin í stjórnarráðinu í frí. Þeir lækkuðu gjöld og skatta í stað þess að hækka þau, til að sporna gegn verðhækkunum, og juku aðhald í ríkisrekstri (economic policy). Okkar nálgun er hins vegar að tækla verðbólguna með gjaldahækkunum og okurvöxtum og aðhald í ríkisrekstri er ekkert (monetary policy).  Fari ég rangt með, verðið þið að virða mér til vorkunnar að ég er ekki hagfræðingur.

Rafmagnsverð er mun hærra á Spáni en hér, ríflega 40 krónur per kWst, og atvinnuleysi miklu hærra, um 11,5%, en hefur farið ört lækkandi. Prik til okkar.  Eldsneytisverð er hins vegar um 25% lægra þar en hér og þeir eru ekki að láta eitthvert hringrásarhagkerfi og rafbílavæðingu halda fyrir sér vöku.

Heyrði haft eftir ræðismanni Íslands á svæðinu að á þriðja þúsund Íslendingar hafi fjárfest í húsnæði þarna og í næsta nágrenni það sem af er árinu. Sel það ekki dýrar en ég keypti, en það eru ekki bara gamlingjarnir sem eru að flýja veðrið og verðið hér á landi, unga fólkið er farið að hugsa sér til hreyfings; m.a.s. Skandinavía er talinn betri kostur en Ísland og hefur þó seint talist skattaparadís. Af hverju eru íslensk stjórnvöld og bankar svona vond við þegna sína og viðskiptavini? Er ekki nóg að við Íslendingar þurfum að kljást við óblíð náttúruöflin?

Spánverjar eru miklu betri en við í öllum boltaíþróttum. Í þeim efnum getum við ýmislegt af þeim lært, en getum við lært eitthvað fleira af Spánverjum en boltatækni?

Höfundur er doktor í veirufræði og situr í stjórn Medor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?