Everton er í viðræðum við Tottenham um að lækka verðmiðann á Dele Alli svo bláa liðið í Liverpool borg geti farið að spila kappanum.
Everton borgaði ekki krónu fyrir Dele þegar hann kom til félagsins en klásúlur eru í samningum.
Ef Dele spilar tuttugu leiki í ensku deildinni þarf Everton að rífa fram 10 milljónir punda.
Everton er í miklum vandræðum með fjármögnun og hefur ekki efni á að borga þá upphæð fyrir Dele.
Dele hefur spilað 13 leiki fyrir Everton og vill Sean Dyche fara að koma honum á völlinn en félögin ræða nú sín á milli.
Tottenham hefur ekki enn svarað til um hvort félagið sé tilbúið í þetta en félögin halda áfram að ræða málin
Dele opnaði sig í sumar um andlega erfiðleika sína en hann er að jafna sig eftir meiðsli en hefur hafið æfingar.