Arthur Vermeeren, 18 ára miðjumaður frá Belgíu mun að öllum líkindum ganga í raðir Arsenal í janúar, hann er eftirsóttur biti.
Barcelona hefur lengi verið að skoða Vermeeren en Arsenal hefur sett mikinn kraft í það að sækja Vermeeren.
Vermeeren er leikmaður Antwerp en hann gekk í raðir belgíska félagsins þegar hann var 13 ára gamall.
Sport á Spáni fjallar um málið og segir að Barcelona hafi enn áhuga en Arsenal sé að leiða kapphlaupið.
Vermeeren er sögð næsta stjarna Belga í fótboltanum en búist er við að Arsenal reyni að klófesta hann í janúar.