Svona hefst bréf karlmanns til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.
Maðurinn er 32 ára og kærasta hans 29 ára. Þau hafa verið saman í eitt og hálft ár. Hann á einn son úr fyrra sambandi sem er fjögurra ára gamall.
Við gefum manninum orðið:
„Ég hef ekki hugmynd um hvað breyttist en þetta er að hafa mikil áhrif á mig.
„Ég beið í hálft ár með að kynna þau því ég vildi ekki rugla hann í ríminu. Hann var frekar feiminn og varkár þegar þau hittust fyrst en með tímanum fór hann að elska hana. Allt gekk eins og í sögu þar til einn daginn varð hann afbrýðisamur og kaldlyndur.
Hann neitaði að mynda augnsamband við hana og í hvert skipti sem hún sýndi mér einhvern kærleik fór hann að gráta og var með leiðindi.
Þetta meikar ekki sens. Hann hefur aldrei látið svona áður.
Hluti af mér hugsar hvort að mín fyrrverandi hafi haft eitthvað með þetta að gera. Þetta er farið að hafa áhrif á samband mitt og kærustunnar.
Mig vantar aðstoð, ég er ráðalaus.“
„Það er heilmikið mál að kynna barninu þínu fyrir nýjum maka, sérstaklega ef barnið er ungt. Það getur vel verið að sonur þinn eigi erfitt með breytingarnar og að hann sé ekki tilbúinn að sætta sig við þetta nýja fjölskyldumynstur.
Reyndu að tala við þína fyrrverandi um þetta. Hún gæti veitt þér einhverja innsýn í málið. Kannski getið þið fundið leið til að tryggja að syni ykkar líður vel og öruggum á báðum heimilum.
Svo gæti verið sniðugt að tala við son þinn og útskýra fyrir honum að þú elskar hann og að viðvera kærustu þinnar muni aldrei breyta því. Að öllum líkindum mun hann jafna sig á þessu með tímanum.“