Neymar leikmaður Al Hilal í Sádí Arabíu fór í aðgerð í gær en ljóst er að hann verður frá í tíu mánuði eftir hana, meiðslin á hné voru mjög alvarleg.
Neymar sleit krossband í leik með Brasilíu en hann gekk í raðir Al-Hilal í sumar og er einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi.
Neymar hafði spilað fimm leiki fyrir Al-Hilal og skorað eitt mark þegar hann meiddist.
„Takk fyrir drottinn,“ skrifar Neymar í færslu á Instagram þar sem hann birtir myndband af sér eftir aðgerðinni.
„Allt er í góðu, núna er að byggja sig upp og fara í endurhæfingu.“