Ensk blöð nefna sjö til sögunnar sem gætu tekið við starfinu af Erik ten Hag, verði hann rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United.
Einn sem er nefndur til sögunnar er Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn úr starfinu fyrir tveimur árum.
Michael Carrick fyrrum miðjumaður félagsins er sagður á blaði en þar er einnig Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea.
Zinedine Zidane er samkvæmt veðbönkum efstur á blaði en Roberto de Zerbi stjóri Brighton í dag er einnig nefndur.
Diego Simeone sem hefur átt ótrúlegan feril með Atletico Madrid gæti komið til greina en einnig Julian Nagelsmann þjálfari Þýskalands.
Sjö sem eru nefndir til sögunnar:
Graham Potter
Zinedine Zidane
Roberto de Zerbi
Michael Carrick
Diego Simeone
Julian Nagelsmann
Ole Gunnar Solskjær