Málefni Harry Maguire og Jadon Sancho eru þau mál sem leikmenn Manchester United furða sig á og setja spurningarmerki við Erik ten Hag.
Hollenski stjórinn virðist vera að tapa klefanum og gæti misst starfið sitt um helgina ef illa fer gegn Fulham.
Manchester United hefur byrjað tímabilið hræðilega og virðast margir leikmenn ekki lengur nenna að starfa fyrir Ten Hag.
Telegraph segir að það hvernig Ten Hag kom fram við Maguire í sumar þegar hann svipti hann fyrirliðabandinu, hafi fengið marga efast um framkomu stjórans.
Þá eru margir ósáttir með það hvernig Ten Hag hefur komið fram við Jadon Sancho, hann hefur ekki fengið að æfa með liðinu í níu vikur eftir að verið ósáttur með ummæli stjórans.
Telja leikmenn United að Ten Hag hafi getað tekið miklu betur á þessum málum.