Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo virðist hafa ansi mikið fyrir því að halda sér í góðu formi og er dugleg að æfa og borða holt.
Þetta hefur hún vafalítið lært af ástmanni sínum sem leggur ótrúlegt hart að sér til að vera í sínu besta formi.
Georgina birti myndband af sér í gær á hlaupabretti sem fær fólk til að tala.
Netverjar hafa verið að ræða hvort hún sé búin að láta setja fylliefni í rassinn á sér en Georgina hefur alltaf þvertekið fyrir slíkt.
Myndbandið af Georgina sem hún birti í gær er hins vegar í öllum stærstu fjölmiðlum Englands sem pæla nú í þessum hlutum.
Jueves – Georgina Rodríguez vía Instagram pic.twitter.com/H5CNESvWeY
— GeorginaRodriguezFans (@GeorginaRo73796) November 2, 2023