fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Áætlunum um húsið í Reykjanesbæ sem selt var á afar umdeildan hátt hafnað enn á ný

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá fyrir tæplega hálfum mánuði hafnaði umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar áformum eiganda einbýlishúss sem selt var undan öryrkja á afar umdeildu nauðungaruppboði um að breyta því í gistiheimili. Nú hefur bæjarráð Reykjanesbæjar einnig hafnað þessum áformum. Það er þó Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sem veitir endanlegt leyfi til reksturs gististaða í bænum.

Eins og mörgum er líklega í fersku minni var húsið, sem stendur við Hátún 1 í Reykjanesbæ, áður í eigu ungs manns sem varð öyrki eftir læknamistök. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk eftir að hafa orðið fyrir læknamistökunum. Ungi maðurinn greiddi ekki ýmis lögboðin gjöld af húsinu eins og t.d. fasteigna- og fráveitugjöld og húsið endaði á nauðungaruppboði.

Sjá einnig: Reykjanesbær hafnar áætlunum um húsið sem var selt undan öryrkja á umdeildan hátt

Ungi maðurinn bar fyrir sig vankunnáttu en skuld upp á 2,5 milljónir króna hafði safnast upp. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum seldi húsið á nauðungaruppboðinu fyrir 3 milljónir króna en markaðsvirði þess er tæplega 60 milljónir króna. Salan vakti reiði margra og bent var meðal annars á að vegna fötlunar sinnar hefði ungi maðurinn þurft að njóta meiri aðstoðar og leiðbeininga en ella þegar í slíkt óefni var komið.

Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að kaupandinn var útgerðarmaður í Sandgerði. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ reyndu að fá hann til að falla frá kaupunum svo að ungi maðurinn og fjölskylda hans gætu búið áfram í húsinu. Hann varð hins vegar ekki við því og ungi maðurinn og hans fjölskylda þurftu á endanum að flytja í félagslegt húsnæði.

Umsókninni hafnað vegna neikvæðra umsagna

Núverandi eigandi hússins hefur sótt um að fá að reka gistiheimili fyrir að hámarki 10 gesti í húsinu. Eins og DV greindi frá var umsókninni vísað, af Sýslumanninum á Suðurnesjum, til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem veitti ekki heimild til reksturs gistiheimilis í húsinu með vísan til þess að ekki væri sýnt fram á tilskilin bílastæði á lóð samkvæmt reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur nú einnig tekið umsóknina til umsagnar en það fundaði fyrr í dag eins og það gerir alla fimmtudaga. Í fundargerðinni kemur fram að meðal mála sem tekin voru fyrir á fundinum var erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs minna gistiheimilis að Hátúni 1.

Samkvæmt fundargerðinni voru með erindinu lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Niðurstaða bæjarráðs var sú að hafna umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

Gögn málsins eru ekki birt með fundargerðinni á vef Reykjanesbæjar. Það er því ekki hægt að fullyrða algjörlega að byggingarfulltrúinn og Heilbrigðiseftirlitið hafi veitt neikvæðar umsagnir en miðað við þá niðurstöðu sem gefin er upp í fundargerð bæjarráðs liggur beinast við að álykta að umsagnir þessara aðila hafi verið neikvæðar.

Eins og áður segir er það Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sem samþykkir eða synjar um leyfi til reksturs gististaða í Reykjanesbæ. Á lista, á vef sýslumannsembætta landsins, um skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til reksturs gististaðar kemur ekki fram að meðal þeirra séu jákvæðar umsagnir frá heilbrigðiseftirliti og bæjaryfirvöldum. Það er því ekki ljóst á þessari stundu hvort þessar neikvæðu umsagnir leiði til þess að Sýslumaðurinn á Suðurnesjum muni ekki heimila rekstur gistiheimilis í húsinu.

Í fundargerðinni kemur fram að fyrirtækið Sæstjarnan ehf., sem er í eigu útgerðarmannsins sem keypti húsið, hafi lagt umsóknina fram. Maðurinn á félagið þó ásamt syni sínum. Sæstjarnan ehf. er þó reyndar ekki skráð með lögheimili í Sandgerði heldur á Tálknafirði. Sæstjarnan er útgerðarfélag en samkvæmt vefnum 200mílur, sem er hluti af mbl.is, gerir félagið út 2 skip en samkvæmt vef Fiskistofu er í báðum tilfellum um smábáta að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt