Knattspyrnuþjálfarinn Tim Sherwood telur að Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti spilað fyrir nágrannanna í Manchester City.
Rashford var frábær á síðustu leiktíð en hefur verið afleitur á þessari leiktíð.
„Að mínu mati er Rashford nógu góður til að spila fyrir Manchester City. Ég verð kallaður klikkaður fyrir það vegna þess hvernig hann hefur spilað undanfarna mánuði en ég held samt að hann gæti spilað fyrir City og að Guardiola myndi taka hann.
Hann myndi vinna með honum og spila honum einmitt eins og þarf að spila honum. Hann spilar til dæmis ekki illa fyrir enska landsliðið,“ segir Sherwood.
„Hann þarf menn í kringum sig sem spila boltanum í rétt svæði. Hann er gagnrýndur fyrir að koma ekki til baka en af hverju ætti hann að vilja það þegar hann fær ekki boltann þegar hann er framar á vellinum.“