Margir ráku upp stór augu þegar huggulega leikkonan Catherine Zeta-Jones tók saman við leikarann Michael Douglas. Ekki vegna þess að Michael væri svo óhuggulegur, þvert á móti þótti hann álitlegur kostur, heldur sökum þess að Michael er 25 árum eldri en leikkonan.
Reglulega er predikað að sambönd með svona miklum aldursmun gangi sjaldan til lengdar. Rannsóknir hafa verið gerðar, og tölfræði birt sem virðist styðja við þá fullyrðingu. En Catherine og Michael ákváðu að vera undantekningin og hafa gengið saman allar götur síðan árið 1998.
View this post on Instagram
Fyrir Michael var þetta ást við fyrstu sýn. Hann sá Catherine í kvikmyndinni The Mask f Zorro og ekki varð aftur snúið. Hann hringdi strax í kynningarstjórann sinn, nú skyldi skipuleggja stefnumót og það með hraði. Sagan segir að engar flugeldar hafi sprungið á téðu stefnumóti, en eitthvað kastaði rótum því tveimur árum síðar gengu þau upp að altarinu. Þau eiga í dag tvö börn og fagna 23 ára brúðkaupsafmæli nú í nóvember.
Catherine vakti athygli á vikunni þegar hún deildi myndum af fjölskyldunni í tilefni hrekkjavökunar, sem fyrir þá sem búa í helli er bandaríska túlkunin á öskudeginum. Myndirnar sýndu hrekkjavökubúninga fjölskyldunnar í gegnum árin og vakti ein þeirra sérstaka athygli. Um var að ræða mynd frá hrekkjavökunni árið 2019 þar sem Michael brá sér í búning persónunnar T.E. Lawrence úr klassísku kvikmyndinni Lawrence of Arabia. Aðdáendur lýstu hrifningu sinni í athugasemdum og sögðu að Michael í þessum búning hafi sigrað hrekkjavökuna hér og nú. Goðsagnar leikari í búningi kvikmyndagoðsagnar, hvað gæti verið betra?