fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Guðjón opnar sig um linnulaust skítkast frá einni stærstu samfélagsmiðlastjörnu heims – „Leiðinlegt hvaða áhrif þetta hafði á fjölskylduna, þau voru leið mín vegna“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 18:30

Guðjón Daníel og KSI á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Daníel Jónsson gerði garðinn frægan um heim allan ungur að árum þar sem hann sýndi einna helst frá snilli sinni í fótboltatölvuleiknum FIFA á Youtube. Varð hann besti vinur KSI, risasamfélagsmiðlastjörnu í dag, á þeim tíma en svo slitnaði upp úr vinskapnum með látum.

Guðjón, sem starfar í dag sem lögreglumaður, ræðir þetta við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

KSI er, svo dæmi sé tekið, með meira en 13 milljónir fylgjenda á Instagram, en hann og Guðjón voru sem fyrr segir ansi góðir vinir. Heimsóttu þeir hvorn annan á milli landa, Guðjón fór til Englands og KSI kom hingað til Íslands. Svo slitnaði skyndilega upp úr vináttunni eftir ferð Guðjóns til London.

„Við ætluðum að gista hjá honum en þurftum svo að fara til London og græja gistingu á núll einni. Hann auðvitað borgaði fyrir það en gaf mér aldrei tækifæri á að borga það til baka. Þannig þegar þessi vinslit verða er það eina sem honum dettur í hug að ég sé að taka af honum pening og eitthvað. Ég gaf honum fría gistingu á Íslandi í viku. Ef vinslitin okkar eru upp á einhvern tíu þúsund kall er það bara út í hött,“ segir Guðjón í Dr. Football.

„Mín hlið er bara sú að hann varð rosalega vinsæll á stuttum tíma, var kominn með nýjan vinahóp og kominn lengra,“ segir Guðjón enn fremur og finnst sér hafa verið hent fyrir rútuna. „Mér líður þannig en svo veit ég auðvitað ekkert meira um þetta mál.“

Sér eftir ummælunum

Árið 2014 var Guðjón spurður út í KSÍ í viðtali. Þá hafði sá síðarnefndi látið ljót orð um hann falla þó nokkrum sinnum. „Hver í fjandanum er það?“ sagði Guðjón um KSI í viðtalinu.

„Þetta er 2014 og vinaslit okkar eru ári fyrr, ef ekki lengur. Þarna var ég að gefa honum mitt fyrsta komment því hann var búinn að vera að dissa mig, segja að ég sé ljótur, með heimskulega rödd og bara allt. Mér datt þetta bara í hug en þetta er samt það heimskulegasta sem ég hef sagt. Maður segir ekki svona við svona mann. En þetta rann út og varð þessi sprengja.“

Guðjón segir að KSI hafi linnulaust talað illa um sig opinberlega og meira að segja í bók sinni.

„Þetta kom allt frá honum. Hann er að minnast á mig í einhverjum viðtölum og bókum en ég segi eina línu og það fær hann til að springa.“

Fjölskyldan sár

Opinber ágreiningur Guðjóns og KSI, sem Guðjón segir að sé að baki í dag, varð til þess að einhverjir aðdáanedur þess síðarnefnda létu Guðjón fá það óþvegið undir myndböndum hans á Youtube og þess háttar.

„Það kom mér svosem ekkert á óvart að ég hafi fengið eitthvað hatur á þetta. Þetta hafði engin áhrif á mig en það var kannski leiðinlegt hvaða áhrif þetta hafði á fjölskylduna, þau voru leið mín vegna. Ég sagði þeim alltaf bara að mér væri alveg sama. Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman að því að búa til myndbönd. Ég var ekki í þessu út af einhverjum pening.“

KSI hélt því fram að Guðjón hafi verið að nota sig fyrir peninga og fylgjendur.

„Ég byrja á sama tíma og hann og við verðum bestu vinir. Hann fékk tár í augun þegar hann kvaddi mig út á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Svo verður þessi sprengja (þegar vinsældir KSI aukast snarlega). Ég veit ekki hvort hann hafi farið í nýjan vinahóp og það hafi verið pressa á að henda mér undir rútuna eða eitthvað. Ég gerði aldrei neinum eitt né neitt.“

Gremja KSI virðist leiðta aftur til þess þegar hann borgaði gistinguna fyrir Guðjón í London. „Ég hefði borgað honum um leið og hann hefði beðið um það,“ segir Guðjón að endingu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn