Vladimir Coufal, leikmaður West Ham, segir að Declan Rice, leikmaður Arsenal, hafi heimsótt búningsklefa liðsins eftir leik liðanna í gær.
West Ham tók á móti Arsenal í enska deildabikarnum og vann öruggan 3-1 sigur.
Rice var að mæta sínum gömlu félögum en Arsenal keypti hann af West Ham á 105 milljónir punda í sumar.
„Hann kom inn í klefa til að ræða við okkur eftir leik,“ sagði Coufal.
Svo hlóð Tékkinn Rice lofi.
„Hann er að gera ótrúlega hluti hjá Arsenal og ég óska honum alls hins besta. Hann vann ótrúlegt verk hér, lyfti bikar eftir 50 titlalaus ár hjá West Ham. Hann átti skilið að fara til Arsenal.
Ég hef ekkert slæmt um hann að segja því hann er ótrúlegur leikmaður og jafnvel enn betri hjá Arsenal.“