Sheik Jassim er sagður skoða þann kost að kaupa hlut í West Ham en um 25 prósenta hlutur í félaginu er til sölu.
Vanessa Gold eignaðist 25 prósenta hlut í félaginu þegar faðir hennar, David Gold, lést í janúar.
Jassim vildi ólmur kaupa Manchester United á dögunum en úr því verður ekki.
Vanessa er til í að selja frá 10 prósenta hlut upp í 25 prósenta hlut sinn ef rétta tilboðið kemur á hennar borð.
Jassim sem er frá Katar hefur mikla fjármuni til að leika sér og er sagður spenntur fyrir því að eignast félag á Englandi.