Það gengur hvorki né rekur hjá Manchester United þessa dagana og er sæti Erik ten Hag heitt.
United tapaði í gær 0-3 fyrir Newcastle í enska deildabikarnum. Liðið hafði tapað fyrir grönnum sínum í Manchester City með sömu markatölu á sunnudag.
OptaJoe tölfræðisíðan vekur athygli á því að þetta sé í fyrsta sinn síðan í október 1962 sem United tapar með þremur mörkum eða meira tvo leiki í röð.
Þá var þetta stærsti útisigur Newcastle gegn United síðan í september 1930, þá fór leikurinn 7-4.
Þá hefur United tapað átta eða fleiri leikjum af fyrstu fimmtán á tímabili í fyrsta sinn síðan 1962-1963.
Loks vekur OptaJoe athygli á því að United hafi tapað fimm á tíu heimaleikjum í fyrsta sinn síðan tímabilið 1930-1931.