Erik Ten Hag er nú næst líklegastur til að missa vinnuna samkvæmt enska veðbankanum Paddy Power. Stjóri Manchester United er í vanda staddur.
Paul Heckingbottom stjóri Sheffield United er áfram líklegastur til að missa starfið sitt fyrstur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Ten Hag hefur farið hratt upp listann en hann er orðinn ansi líklegur til að missa vinnuna á næstu vikum.
Andoni Iraola var iðulega fyrir ofan Ten Hag á listanum en nú hefur sá hollenski tekið annað sætið og er orðinn líklegur til að missa vinnuna.
Líklegastir til að verða reknir:
Paul Heckingbottom (Sheffield United): 4/6
Erik ten Hag (Manchester United): 2/1
Andoni Iraola (Bournemouth): 15/2
Vincent Kompany (Burnley): 9/1
Mauricio Pochettino (Chelsea): 16/1
Steve Cooper (Nottingham Forest): 16/1