fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Aðeins vika á milli mynda – Sólveig opnar sig um erfiðleika sem margar konur þekkja

Fókus
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 11:31

Myndin til hægri er tekin vikuna eftir að Sólveig er á túr, myndin til hægri er tekin vikuna áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Sigurðardóttir er ein fremsta íþróttakona okkar Íslendinga í CrossFit. Hún opnaði sig á dögunum um raunir kvenna en tíðahringurinn getur haft víðtæk áhrif, meðal annars á íþróttaiðkun og frammistöðu.

„Svona er að vera kona. Líðan mín fór úr því að vera stórkostleg í að mér fannst ég þurfa að borða minna af kolvetnum einu sinni í mánuði. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég þyngist um þrjú kíló á einni viku, þó svo ég geri allt eins og venjulega. Þrátt fyrir að ég hef gengið í gegnum þetta í fimmtán ár þá er ég alltaf jafn hissa að ástæðan er að ég sé að byrja á blæðingum,“ sagði Sólveig í færslu á Instagram sem hefur vakið mikla athygli. Næstum sjö þúsund manns hafa líkað við hana.

„Ég var einu sinni að kvarta í pabba mínum út af því sem við konur þurfum að ganga í gegnum út af tíðahringnum okkar og hormónunum. En hann þaggaði fljótlega niður í mér og spurði: „Myndir þú vilja sleppa því öllu og missa möguleikann að geta gengið með börnin þín? Þú veist að við menn munum aldrei fá að upplifa þá gjöf.“

Mig langar að upplifa það einn daginn, þannig ég reyni að kvarta sjaldnar. Ég veit að það líður ekki öllum svona og þið megið kvarta eins og þið viljið því þetta getur verið svo þreytandi.“

Sólveig birti myndband þar sem má sjá hana á tveimur mismunandi stöðum í tíðahringnum. Fyrra myndbandið var tekið viku fyrir blæðingar, og það seinna vikuna eftir.

Þú gætir þurft að endurhlaða síðuna til að sjá það ef það birtist ekki hér að neðan.

Tugir kvenna hafa skrifað athugasemdir við færslu Sólveigar og tekið henni fagnandi. „Takk fyrir að deila þessu. Ég átti mjög erfitt í síðustu viku út af tíðahringnum mínum og ég var að þyngjast,“ segir einn fylgjandi CrossFit-stjörnunnar.

„Ég elska þetta, svo satt,“ segir annar.

„Tengi svo hart. Ég er alltaf jafn clueless á sama tíma í hverjum mánuði,“ segir ein.

Á vef SÍBS má lesa um áhrif tíðahringsins á íþróttaiðkun kvenna. Einnig má lesa mjög áhugaverða samantekt rannsókna á áhrifum tíðahrings á frammistöðu kvenna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?