Sharon Osbourne birti mynd af þeim á Instagram sem hefur fengið blendin viðbrögð. Mörgum þótti parabúningur þeirra fyndinn og skemmtilegur, öðrum þótti hann furðulegur og sumir sögðu að Sharon virkaði mjög brothætt.
Hjónin voru klædd sem Kanye West og Bianca Censori, en áhugafólk um Hollywood-stjörnurnar man eftir því þegar Bianca komst í fréttirnar fyrr í haust fyrir að ganga um götur Ítalíu með púða.
Sjá einnig: Gekk um með púða í stað þess að klæðast bol
Bianca Censori keeps breasts covered with pillow as she steps out in another sheer outfit https://t.co/jARpRWwwlN pic.twitter.com/l7AydCrLao
— Page Six (@PageSix) September 7, 2023
Aðdáendur hjónanna lýstu yfir áhyggjum af heilsu Sharon og sögðu að hún virkaði mjög grönn og brothætt. Í lok september viðurkenndi Sharon, 70 ára, að hún hafi gengið „of langt“ með megrunarlyfið Ozempic.