Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United var vaknaður klukkan 06:00 í morgun til að fara yfir stöðuna hjá félaginu. Neville var að vinna við leik félagsins gegn Newcastle í gær.
Neville segist hafa fengið nóg efir tapið í gær, hann segir augljóst að Erik ten Hag missi vinnuna en það sé ekki nóg.
Hann segir allt skipulag hjá Manchester United vera í molum, á þetta hefur hann bent síðustu ár en ekkert hefur breyst. Hann skrifaði langa ræðu á X um stöðu mála.
„Á leið upp í aðstöðu fréttamanna í gær hitti á ég Dan Ashworth, hann breytti öllu skipulagi hjá enska sambandinu. Hann bjó til ótrúlega hluti hjá Brighton og hefur nú búið til frábært plan fyrir nýja eigendur Newcastle. Hann hefur mikla hæfileika og veit hvað hann er að gera,“ skrifar Neville.
„Hann vinnur með þjálfaranum, þeim sem eru að skoða leikmenn og einnig öllum öðrum. Í síðustu tveimur leikjum Manchester United hefur liðið spilað gegn félögum sem eru með knattspyrnusvið sem styðja við liðið innan sem utan vallar.“
„Það er andstæðan hjá United, það er enginn yfirmaður knattspyrnumála. Ég ferðaðist oft til Newcastle og fann til með frábærum stuðningsmönnum félagsins. Það var erfitt að sjá orkuna í kringum félagið þegar Mike Ashley átti félagið.“
Hann segir ástandið hjá sínu gamla félagi afar slæmt.
„Í gær sáum við Leikhús draumanna breytast í ekkert leikhús. Öllum stuðningsmönnum United leiddist, leikmennirnir eru hræðilegir innan vallar, frammistaðan ömurleg og stjórinn er í vandræðum fyrir framan okkur.“
„Við höfum séð þetta allt áður, við vitum hvernig þetta endar og við höfum fengið nóg.“
On my way up to the gantry last night I bumped into Dan Ashworth. He transformed the FA’s structure, set Brighton up for this incredible period of success and has now built a strong foundation for the new owners at Newcastle. He’s competent, highly qualified and knows what he’s…
— Gary Neville (@GNev2) November 2, 2023