fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Skrifaði þrumuræðu um ástandið snemma í morgun – „Við vitum hvernig þetta endar og við höfum fengið nóg“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United var vaknaður klukkan 06:00 í morgun til að fara yfir stöðuna hjá félaginu. Neville var að vinna við leik félagsins gegn Newcastle í gær.

Neville segist hafa fengið nóg efir tapið í gær, hann segir augljóst að Erik ten Hag missi vinnuna en það sé ekki nóg.

Hann segir allt skipulag hjá Manchester United vera í molum, á þetta hefur hann bent síðustu ár en ekkert hefur breyst. Hann skrifaði langa ræðu á X um stöðu mála.

„Á leið upp í aðstöðu fréttamanna í gær hitti á ég Dan Ashworth, hann breytti öllu skipulagi hjá enska sambandinu. Hann bjó til ótrúlega hluti hjá Brighton og hefur nú búið til frábært plan fyrir nýja eigendur Newcastle. Hann hefur mikla hæfileika og veit hvað hann er að gera,“ skrifar Neville.

„Hann vinnur með þjálfaranum, þeim sem eru að skoða leikmenn og einnig öllum öðrum. Í síðustu tveimur leikjum Manchester United hefur liðið spilað gegn félögum sem eru með knattspyrnusvið sem styðja við liðið innan sem utan vallar.“

„Það er andstæðan hjá United, það er enginn yfirmaður knattspyrnumála. Ég ferðaðist oft til Newcastle og fann til með frábærum stuðningsmönnum félagsins. Það var erfitt að sjá orkuna í kringum félagið þegar Mike Ashley átti félagið.“

Hann segir ástandið hjá sínu gamla félagi afar slæmt.

„Í gær sáum við Leikhús draumanna breytast í ekkert leikhús. Öllum stuðningsmönnum United leiddist, leikmennirnir eru hræðilegir innan vallar, frammistaðan ömurleg og stjórinn er í vandræðum fyrir framan okkur.“

„Við höfum séð þetta allt áður, við vitum hvernig þetta endar og við höfum fengið nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Í gær

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“