fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bráðin ein af þeim bestu í Bretlandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 09:10

Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og byggingaverkfræðingur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Times, Guardian og Sunday Times eru öll sammála um að Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur sé í hópi bestu glæpasagna sem komi út í nóvember í í Bretlandi. Hvert blað velur fjórar bækur, nema Sunday Times tiltekur fimm og er Bráðin sú eina sem öll blöðin eru sammála um. Það er Victoria Cribb sem þýðir Bráðina á ensku.

Bráðin kom út árið 2020 og hlaut Blóðdropann 2021 sem besta íslenska glæpasaga ársins 2020.

Guardian segir í dómi sínum að Yrsa sé hæfileikaríkur höfundur og hún hnýti í Bráðinni alla þræði hugvitssamlega saman en það sé hin æsispennandi lýsing á baráttu upp á líf og dauða í jökulkulda, undir himni sem aldrei virðist ætla að lýsast upp, sem veki mestan hroll við lesturinn.

Gagnrýnandi Sunday Times segir sögur Yrsu ævinlega þrungnar óþægilegri tilfinningu og persónurnar í andlegu uppnámi, ásamt því sem þær glími við óblíðar aðstæður. „Ljóðrænar lýsingar á landslagi blandast saman við vísbendingar um hræðilega atburði í fortíðinni í þessari áleitnu sögu.“

Gagnrýnandi The Times segir í sínum dómi: „Bráðin er ótrúlega hrollvekjandi ráðgáta. Yrsa kann að láta hárin á hnakkanum á manni rísa, hvort sem það er lýsing á framandi og vetrarlegu landslagi á suðurhluta Íslands eða ketti sem heitir Kisi. Myrkrið hið ytra endurspeglar það sem ríkir innra með persónunum. Einn af ferðalöngunum sem bíður örlaga sinna spyr sjálfa sig: „Voru engin takmörk fyrir því hvað allt var ömurlegt?“ Svarið sem hún fær lætur blóðið í æðum þínum frjósa.“

Það er skemmtileg tilviljun, í ljósi dómsins í The Times, að nýjasta bók Yrsu sem kemur út í næstu viku nefnist einmitt Frýs í æðum blóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“