Shay Given, fyrrum markvörður Manchester City og Newcastle segir augljóst að enginn samheldni sé í hóp Manchester United.
United er í krísu en liðið fékk skell gegn Newcastle í deildarbikarnum en það kom þremur dögum eftir skell gegn Manchester City í deildinni.
Margir telja að starf Erik ten Hag hangi á bláþærði og Given segir augljóst að ekki sé samheldni á milli leikmanna og þjálfara.
„Það virðist ekki vera nein samheldni þarna, á milli leikmanna og þjálfara,“ sagði Given.
„Það er mikið af vandamálum á bak við tjöldin held ég, hlutir sem heyrum ekki af. Varane var ekki með um helgina og ekki í dag, Sancho er ekki í myndinni og Antony með sín vandamál.“
„Það virðist ekki vera trú, sem er yfirleitt merki um endalok þjálfarans. Ég vil ekki segja að leikmenn leggi sig ekki fram en það virðist eins og það sé ekki samheldni.“