fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kanadískir skátar söfnuðu fyrir Íslandsferð með hryllingshúsi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 07:30

Þessir krakkar biðu spenntir eftir að heimsækja draugahúsið Mynd: NNSL Media

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski skátaflokkurinn Yellowknife eru á meðal þeirra skáta víðs vegar um heiminn sem stefna á Landsmót skáta sem haldið verður á Íslandi, nánar tiltekið við Úlfljótsvatn 12. – 19. júlí 2024.

Skátar á öllum aldri í Yellowknife Mynd: Facebook-síða Yellowknife

Eins og öll börn, og foreldrar þeirra, vita þá kostar svona ferð sitt og þarf oft að safna í langan tíma fyrir ferðinni. Skátarnir, sem eru á aldrinum 11 til 15 ára, tóku sig því til og útbjuggu draugahús sem opið var almenningi síðastliðinn sunnudag.  

Hópurinn breytti venjulegum fundarstað sínum í hryllingshús, með mörgum svæðum, myrkvuðum herbergjum og hrollvekjandi rauðri lýsingu. Um 300 manns mættu og eru nú skátarnir 1200 dölum nær Íslandsferðinni.

„Þeir eru með frábærar hugmyndir. Þeir hönnuðu og byggðu húsið alveg sjálfir, “ sagði Shellie Trimble, hópstjóri Yellowknife-skátanna við NNSL Media. „Þegar gestir komu inn á aðalsvæðið var þar lítið safn af hræðilegum hlutum,“ sagði David Smith, leiðtogi Yellowknife-skátanna. „Þaðan gátu þeir valið að fara til hægri eða vinstri. Hægri leið lá í skynjunarherbergi sem er hannað fyrir yngri gesti. Þetta herbergi bauð upp á margs konar áþreifanlegar óvæntar uppákomur sem minna á skólagarðsleiki sem fela í sér „augakúlur“ í skálum og „fitt hár“.“ Hann bætti við að eldri gesta sem völdu vinstri leiðina biðu skelfilegri upplifanir, þar á meðal var líkt eftir pyntingaklefum og sjá mátti uppvakninga á reiki.

Tryggt var að viðburðurinn hentaði öllum aldurshópum. Fyrir yngri gesti var fjörugt svæði með blöðrum, reykvél og óhugnanlegri tónlist. Til viðbótar við draugahúsið var einnig boðið upp á mat.

Trimble sagði að framtakið hefði upphaflega verið skipulagt sem hrekkjavökuveislu fyrir yngri hópa, en hugmyndin þróaðist þegar skátarnir ákváðu að mæta á íslenska skátamótið. Þeir áttuðu sig á því að þeir gætu notað draugahúsið sem fjáröflunartækifæri og ákváðu að opna það almenningi. Skipulagning Íslandsferðarinnar hófst í september og því var aðeins þriggja vikna undirbúningur að því að setja upp draugahúsið.

„Við ætluðum fyrst að fara til Vancouver-eyju á mót í Pacific, en svo þegar við heyrðum að Ísland væri valkostur, vorum við á því að það væri algjörlega ný upplifun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg