Fjórum leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins.
Liverpool heimsótti Bournemouth og tefldi fram nokkuð sterku liði. Cody Gakpo kom þeim yfir á 31. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Justin Kluivert jafnaði fyrir heimamenn á 64. mínútu en forystan lifði aðeins í nokkrar mínútur því Darwin Nunez tryggði Liverpool sigurinn nokkrum mínútum síðar.
Arnór Sigurðsson spilaði síðasta korterið fyrir Blackburn í tapi gegn Chelsea. Benoit Badiashile og Raheem Sterling gerðu mörkin eftir hálftíma og klukkutíma leik.
Jóhann Berg Guðmundsson var þá ekki með Burnley í tapi gegn Everton. Hér að neðan eru úrslit leikjanna.
Bournemouth 1-2 Liverpool
0-1 Gakpo 31′
1-1 Kluivert 64′
1-2 Nunez 70′
Chelsea 2-0 Blackburn
1-0 Badiashile 30′
2-0 Sterling 59′
Everton 3-0 Burnley
1-0 Tarkowski 13′
2-0 Onana 53′
3-0 Young 90+3′
Ipswich 1-3 Fulham
0-1 Wilson 9′
0-2 Rodrigo Muniz 50′
0-3 Cairney 77′
1-3 Baggott 79′