Emile Smith-Rowe er ekki með Arsenal sem mætir West Ham í enska deildabikarnum þessa stundina.
Englendingurinn ungi byrjaði sinn fyrsta leik í langan tíma í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en hann spilaði rúmar 70 mínútur í 5-0 sigri á Sheffield United.
Smith-Rowe hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Hann var meiddur og svo ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta.
Nú virðist hann hafa meiðst eftir leikinn á laugardag og er því ekki með í kvöld.
„Það eru vandræði með hann. Hann fann fyrir einhverju í hnénu og fór svo að finna til eftir leik,“ sagði Arteta fyrir leik kvöldsins.
„Við erum að skoða hann en þetta er mikið áhyggjuefni fyrir hann.“