fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Netþrjótar tóku yfir samskipti Gunnsteins við Ryanair – „Hvernig stendur á því að svona svikastarfsemi er látin óáreitt?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 20:30

Gunnsteinn Ólafsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnsteinn Ólafsson, tónskáld og landsþekktur tónlistarfrömuður, hefur í tvígang með stuttu millibili orðið fyrir árás útsmoginnna tölvuþrjóta í tengslum við farmiðakaup hjá Ryanair.

Í fyrra skiptið hugðist Gunnsteinn fljúga með flugfélaginu frá Berlín til Kaupmannahafnar en í síðara tilvikinu snerust kaupin um flugmiða fyrir son hans frá London til Búdapest, en sú ferð verður í desember.

Fljótlega eftir fyrri miðakaupin fékk Gunnsteinn tölvupóst, að því er virtist frá Ryanair, þar sem hann var varaður við því að farmiðinn hafi verið keyptur í gegnum þriðja aðila. Sá hefði ekki rétt á að selja flug með Ryanair og því hafi flugfélagið lokað fyrir bókunina. Í póstinum sagði einnig að þriðju aðilar sendi oft röng netföng og greiðsluupplýsingar til flugfélagsins og því þurfi það að fá staðfestingu á viðkomandi viðskiptavini (verify a passenger‘s identiy) áður en farþeginn geti geti innritað sig í flugið. Þetta sé af öryggisástæðum. Grunlaus farþeginn er síðan beðinn um að brosa framan í myndavélina í tölvunni, snúa sér til hægri og vinstri, loka augunum sitt á hvað og sýna vegabréf sitt svo hægt sé að taka mynd af því. Því næst er beðið um símanúmer og kortaupplýsingar.

„Þegar kom að kortaupplýsingunum tóku viðvörunarbjöllur að klingja“, sagði Gunnsteinn í samtali við DV. „Ég hafði samband við þetta meinta Ryanair á messenger og lét félagið vita að ég gæti ekki lokið innrituninni í flugið á þennan veg og upphófst þá samtal við þjónustufulltrúa sem ýmist hétu Lina eða Beatriz og voru ekkert nema liðlegheitin og hvöttu mig óspart til þess að ljúka skráningunni. Ég bað þær um að senda mér staðfestingu á því að þær væru raunverulega hjá Ryanair en þegar lítið varð um svör hætti ég öllum samskiptum við þær og hringdi í flugfélagið. Þar var mér sagt að ég væri fórnarlamb „brokers“ sem hefðu yfirtekið reikning minn hjá Ryanair og ég yrði að fara einhverjar krókaleiðir á netinu til þess að geta skráð mig í flugið. Annars þyrfti ég innrita mig á flugvellinum og greiða 3.500 krónur. “

Flugfélagið virðist kæra sig kollótt um netglæpi

Gunnsteinn ákvað að hætta strögglinu í netheimum og greiða frekar innritunargjaldið á flugvellinum. „Af tvennu illu var það skárra en að sitja tímunum saman við tölvuna og reyna að komast hjá þessari óværu,“ segir Gunnsteinn. Hann undrast andvaraleysi Ryanair gagnvart þessari glæpsamlegu háttsemi. „Það er engu líkara en að flugfélagið kæri sig kollótt um glæpi sem þrífist mér liggur við að segja í skjóli flugfélagsins, að viðskiptavinir verði bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.“

Gunnsteinn segist vera hugsi yfir aðgerðaleysi flugfélagsins. „Hvernig stendur á því að svona svikastarfsemi er látin óáreitt? Ástæðan fyrir þessu skeytingarleysi gæti verið sú, að félagið hagnast fjárhagslega á þessum brókalöllum. Ég greiddi Ryanair jú innritunargjald á flugvellinum sem ég hefði annars ekki gert ef allt hefði verið með felldu.“

Gunnsteinn segir að netþrjótarnir hafi ekki látið sér segjast eftir að hann sleit samskiptum við þá. Þeir hafi ítrekað sent honum tölvupósta og einu sinni hringdu þeir í hann til þess að bjóða honum að stunda við sig alþjóðleg viðskipti. „Svo þegar ég keypti miða fyrir son minn nokku síðar fékk ég strax sömu tilkynningu og í upphafi um að þriðji aðili hefði haft milligöngu um miðakaupin og að farþeginn þyrfti að sanna  hver hann væri.“

Gunnsteini leikur forvitni á að vita hvort viðeigandi stofnanir á Íslandi hyggist bregðast við þessari skuggulegu starfsemi. „Að vísu er ég búsettur í Búdapest um þessar mundir og kannski tengjast svikin landfræðilegri legu minni en þar sem netið er alþjóðlegt er hætt við að þessi ógn teygi anga sína um víða veröld.“

Kannast ekki við svona mál

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kannast ekki við tilvik af þessu tagi: „Við höfum ekki fengið svona mál til okkar, en þetta kemur ekki á óvart. Þrjótar eru að verða sífellt ósvífnari.“

DV bar málið einnig undir Þórhildi Elínardóttur, samskiptastjóra hjá Samgöngustofu, en stofnunin kannast ekki við svona netsvik:  „Ég heyrði í kerfisstjóranum okkar varðandi fyrirspurnina en þó hann, eins og aðrir, kannist við aukinn fjölda svikapósta, þá hafa mál af þessum tiltekna toga ekki borist hingað til Samgöngustofu,“ segir Elín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks