Íslenska karlalandsliðið spilar tvo útileiki í nóvember og er miðasala á þá leiki í fullum gangi á Tix.is.
Ísland mætir Portúgal þann 11. nóvember í Lissabon og Slóvakíu þann 16. nóvember í Bratislava. Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024.
Miðasölu á báða leikina lýkur klukkan 12:00 að hádegi föstudaginn 3. nóvember.
Þeir sem ganga frá kaupum á miða á Tix.is fá kvittun fyrir kaupunum og fá svo sendan miða frá KSÍ þegar nær dregur leiknum.