Sóknarleikur Manchester United er í molum á þessu tímabili og aðeins einn sóknarmaður liðsins hefur skorað í tíu deildarleikjum.
Marcus Rashford hefur skorað eitt og lagt upp eitt í tíu leikjum en öðrum hefur ekki tekist að skora í deildinni.
Rasmus Hojlund sem skorað hefur í öðrum keppnum hefur ekki enn náð að skora í deildinni.
Antony, Alejandro Garnacho, Antony Martial og Jadon Sancho hafa ekki skorað en flestir af þeim hafa spilað mikið.
Ljóst er að þetta hefur haft mikil áhrif á niðurstöðu í leikjum United en liðið hefur tapað fimm leikjum í fyrstu tíu deildarleikjunum.