Mauricio Pochettino stjóri Chelsea gefur lítið fyrir sleggjudóma í garð Nicolas Jackson framherja félagsins.
Jackson er framherji sem var keyptur til Chelsea í sumar frá Villarreal, framherjinn frá Kólumbíu hefur ekki fundið sig.
Jackson hefur fengið mikla gagnrýni en stjórinn ætlar að styðja við hann.
„Jackson er ungur, hann kom á þessu tímabili og árangur okkar hefur haft áhrif á hans frammistöðu,“ segir Pochettino.
„Hvað getum við gert? Henda honum í ruslið og segja að hann sé vonlaus?.“
„Hættið þessu, við verðum að gefa honum sjálfstraust.“