Andre Onana markvörður Manchester United hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í Afríkukeppninni í byrjun næsta árs, hann hefur látið vita af því.
Onana er frá Kamerún en hann hætti að spila með landsliðinu á HM í Katar og rauk heim af mótinu.
Hann hefur svo í haust skoðað stöðuna og mætt í verkefni, núna hefur hann lofað því að mæta í janúar.
Onana er 27 ára gamall en hann var keyptur til Manchester United í sumar en hefur ekki heillað marga.
Onana lék áður með Barcelona, Ajax og Inter en Rigobert Song er þjálfari Kamerún.