Ilkay Gundogan og Sara Arfaoui eiginkona hans voru verulega óhress með það hvernig tekið var á móti þeim hjá félaginu í sumar.
Gundogan ákvað í sumar að yfirgefa herbúðir Manchester City og fór frítt til Barcelona.
Við komuna til Spánar áttu Gundogan og Sara von á því að félagið myndi hjálpa til við að koma þeim fyrir í borginni.
Þeim þótti furðulegt að hvorki var þeim hjálpað að finna sér húsnæði eða að koma sér til og frá í borginni sem þau þekkja ekki.
Gundogan flaggaði þessu vandamáli við félagið samkvæmt Sport á Spáni, viðurkenndi félagið að þetta mætti betur fara enda höfðu fleiri leikmenn látið vita af sömu skoðun.
Félagið bað Gundogan afsökunar og sagðist ætla að skoða hvort félagið gæti ekki bætt úr þessum hlutum.