Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn, fyrirsætan og poppstjarnan Rúrik Gíslason mætti í eitt frægasta partý ársins, hrekkjavökupartý Heidi Klum.
Sjá einnig: Drottning hrekkjavökunnar óþekkjanleg í ár
Ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur síðan árið 2000 haldið risastórt hrekkjavökupartý á hverju ári.
Partýið var á næturklúbbi í New York og var gestalistinn stjörnum prýddur, en auk Rúrik Gísla voru Camila Cabello, Taylor Lautner, Rachel Zegler, Maye Musk, Alix Earle og Tayshia Adams meðal gesta.
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn birti myndir á Instagram frá fjörinu.
Brasilíska leikkonan Gessica Kayane birti mynd af Rúrik á Instagram, þar sem hún er með yfir 20 milljónir fylgjenda.
Partýið vekur mikla athygli á hverju ári og fjalla erlendir miðlar ítarlega um það.