fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sætir harðri gagnrýni fyrir búninginn í ár – „Þetta er klárlega blackface og ég kann ekki að meta það“

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 10:29

Khloé Kardashian sætir harðri gagnrýni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian sætir harðri gagnrýni fyrir hrekkjavökubúninginn sinn í ár.

Hún er sökuð um að reyna að líta út fyrir að vera svört, eða „blackfishing“ eins og það er kallað.

Bratz-dúkkurnar. Mynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan var Bratz dúkka á hrekkjavökunni ásamt systur sinni, Kim Kardashian, og tveimur vinkonum þeirra. Hún birti fullt af myndum á Instagram og hefur fengið mjög neikvæð viðbrögð.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Netverjum þótti Khloé hafa gengið of langt og væri að reyna að líta út fyrir að vera af öðrum kynþætti en hún er.

Mörg hundruð manns hafa skrifað athugasemdir við færslur hennar á samfélagsmiðlum og tugi þúsund manns líkað við gagnrýnisummælin.

„Hver í fjandanum er þetta, það er ekki hægt að sjá að þetta sért þú á þessum myndum.“

„Þetta er klárlega blackface og ég kann ekki að meta það.“

„Ahh já, þetta væri ekki verið hrekkjavakan ef einhver Kardashian systirin myndi ekki gera einhvers konar blackface.“

„Ætlar enginn að tala um að húðliturinn hennar er svona tíu sinnum dekkri en venjulega.“

„Vá, hún hefur misst tökin.“

„Af hverju eru Kardashian konurnar með það á heilanum að vera svartar.“

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Khloé hefur ekki svarað gagnrýninni og er enn opið fyrir athugasemdir við færslurnar hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“