Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian sætir harðri gagnrýni fyrir hrekkjavökubúninginn sinn í ár.
Hún er sökuð um að reyna að líta út fyrir að vera svört, eða „blackfishing“ eins og það er kallað.
Raunveruleikastjarnan var Bratz dúkka á hrekkjavökunni ásamt systur sinni, Kim Kardashian, og tveimur vinkonum þeirra. Hún birti fullt af myndum á Instagram og hefur fengið mjög neikvæð viðbrögð.
Netverjum þótti Khloé hafa gengið of langt og væri að reyna að líta út fyrir að vera af öðrum kynþætti en hún er.
Mörg hundruð manns hafa skrifað athugasemdir við færslur hennar á samfélagsmiðlum og tugi þúsund manns líkað við gagnrýnisummælin.
„Hver í fjandanum er þetta, það er ekki hægt að sjá að þetta sért þú á þessum myndum.“
„Þetta er klárlega blackface og ég kann ekki að meta það.“
„Ahh já, þetta væri ekki verið hrekkjavakan ef einhver Kardashian systirin myndi ekki gera einhvers konar blackface.“
„Ætlar enginn að tala um að húðliturinn hennar er svona tíu sinnum dekkri en venjulega.“
„Vá, hún hefur misst tökin.“
„Af hverju eru Kardashian konurnar með það á heilanum að vera svartar.“
Khloé hefur ekki svarað gagnrýninni og er enn opið fyrir athugasemdir við færslurnar hennar.