Leikmenn Manchester United eru verulega ósáttir með búningana sem Adidas framleiðir fyrir félagið á þessu tímabili.
Hafa leikmenn liðsins ekki klæðst sokkum sem áttu að vera með aðalbúningi félagsins frá því í annari umferð.
Leikmenn United kvörtuðu mikið yfir því að þeir væru alltof þröngir yfir kálfann.
Andre Onana markvörður félagsins er svo hættur að klæðast búningi sem var hannaður fyrir leikmenn félagsins.
Honum fannst búningurinn alltof þröngur og er nú farin að klæðast ódýrari treyju sem stuðningsmenn geta keypt sér.
Adidas er að skoða málið en sem dæmi hafði David de Gea kvartað yfir því að markmannsbúningur United væri ekki nógu þröngur, hann er talsvert grennri en Onana.