Tyler er best þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni General Hospital en hann lék í þáttunum á árunum 1996 til 2016. Hann fékk meðal annars Daytime Emmy-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í dramaþáttum árið 2016. Þá var hann tilnefnur í sama flokki árið 2019 fyrir leik sinn í þáttunum Days of Our Lives.
Tyler var kvæntur bandarísku leikkonunni Evu Longoriu á árunum 2002 til 2004 og sjónvarpskonunni Brienne Pedigo á árunum 2008 til 2021. Eignaðist hann tvö börn með Pedigo.
Tyler glímdi við geðhvörf og talaði opinskátt um baráttu sína við Bakkus sem kom honum stundum í klandur.
„Tyler var sannarlega hæfileikaríkur einstaklingur sem lýsti upp skjáinn í hverju einasta atriði sem hann kom fram í. Hann var falleg sál og einstakur vinur þeirra sem hann þekkti,“ sagði leikarinn Maurice Benard en saman léku þeir í General Hospital um langt skeið.