fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þekktur leikari lést í gærkvöldi

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Emmy-verðlaunahafinn Tyler Christopher er látinn, fimmtugur að aldri, eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu í Dan Diego.

Tyler er best þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni General Hospital en hann lék í þáttunum á árunum 1996 til 2016. Hann fékk meðal annars Daytime Emmy-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í dramaþáttum árið 2016. Þá var hann tilnefnur í sama flokki árið 2019 fyrir leik sinn í þáttunum Days of Our Lives.

Tyler var kvæntur bandarísku leikkonunni Evu Longoriu á árunum 2002 til 2004 og sjónvarpskonunni Brienne Pedigo á árunum 2008 til 2021. Eignaðist hann tvö börn með Pedigo.

Tyler glímdi við geðhvörf og talaði opinskátt um baráttu sína við Bakkus sem kom honum stundum í klandur.

„Tyler var sannarlega hæfileikaríkur einstaklingur sem lýsti upp skjáinn í hverju einasta atriði sem hann kom fram í. Hann var falleg sál og einstakur vinur þeirra sem hann þekkti,“ sagði leikarinn Maurice Benard en saman léku þeir í General Hospital um langt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram