Leikmenn Manchester United hafa áhyggjur af því og telja að hörð nálgun Erik ten Hag sé byrjuð að hafa áhrif á móralinn í leikmannahópnum.
Ten Hag er harður í horn að taka en svo virðist sem leikmönnum United finnist hann oft ganga aðeins of langt.
United hefur tapað fimm af fyrstu tíu deildarleikjum tímabilsins og starf hollenska stjórans er í hættu.
Ten Hag hefur á átján mánuðum í starfi lenti í vandræðum með nokkra leikmenn og tekið hart á málunum.
Fyrst ber að nefna málefni Cristiano Ronaldo sem Ten Hag sparkaði burt frá félaginu eftir að hann gagnrýndi aðferðir stjórans.
Jadon Sancho var svo næstur í röðinni og fær sá ekki lengur að æfa með liðinu eftir að hafa mótmælt orðum stjórans um að hann væri latur á æfingum.
Daily Mail segir svo að sú staðreynd að Ten Hag hafi byrjað með Jonny Evans frekar en Rapahael Varane á sunnudag gegn Manchester City, fari ekki vel í leikmenn.
Segir í grein Daily Mail að mörgum leikmönnum United finnist meðferðin á Ten Hag frekar ósanngjörn og á hann nokkra góða félaga í liðinu.