Þau bíða spennt eftir drengnum og hafa þegar ákveðið nafn hans.
Barker opinberaði það í hlaðvarpinu One Life One Chance á dögunum og sagði einnig að settur dagur væri liðinn.
„Hann mun annað hvort fæðast á hrekkjavökunni eða í fyrstu vikunni í nóvember,“ sagði hann.
Drengurinn mun heita Rocky, en aðdáendur Hvolpasveitarinnar vita að hvolpurinn Rikki heitir Rocky á ensku.
Við stórefumst að þaðan hafi innblásturinn komið, en skemmtilegt engu að síður.