fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Opinberar hversu margar símahlustanir hafa farið fram á árinu

Eyjan
Þriðjudaginn 31. október 2023 21:29

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra í september. Þar óskaði hann eftir upplýsingum um hversu margar símahlustanir eða sambærileg úrræði hafi verið samþykkt með dómsúrskurði frá árinu 1944, sundurliðað eftir árum og tegund mögulegs brots á hegningarlögum.

Í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, segir að það sé embætti ríkissaksóknara sem fari með eftirlit með beitingu símhlustana og annarra sambærilega úrræða á grundvelli laga um meðferð sakamála. Árlega beri embættinu að gefa út skýrslu um þessa framkvæmd og beitingu aðgerða. Eftir þessu hafi ríkissaksóknari farið og megi nálgast skýrslurnar á vef embættisins fyrir árin 2017-2021. Lögreglustjóraembættin séu með aðgengilega tölfræðigögn um þessi mál frá árinu 2013.

Dómsmálaráðherra tók fram að við yfirferð tölfræðigagnanna sé rétt að hafa í huga að í mörgum tilvikum við rannsókn sakamála þegar óskað er eftir heimild til símahlustunar þá séu í raun nokkur ákvæði almennra hegningarlaga sem komi við sögu í málinu er til rannsóknar er. Þannig geti verið um fleiri en eina aðgerð að ræða varðandi fleiri en eitt lagaákvæði í hverjum úrskurði sem fallið hefur.

Dómsmálaráðherra lét fylgja sundurliðun fyrir árin 2013-2016 ásamt síðasta ári og eftir atvikum það sem af er þessu ári. Þar má sjá að fram til 10. október á þessu ári féllu 196 úrskurðir sem varða símahlustun eða sambærilegar aðgerðir. Af þeim voru 174 úrskurðir nýttir og vörðuðu 76 mál.

Á síðasta ári féllu 268 úrskurðir og voru 222 þeirra nýttir í 87 málum. Flest þessara mála vörðuðu grun um stórfelld brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, næst komu fíkniefnalagabrot, því næst peningaþvætti, loks auðgunarbrot og eitt sem varðaði stórfellda líkamsárás.

Hins vegar hafði Gísli eins spurt um hversu margar símahlustanir eða sambærileg úrræði hafi verið framkvæmd án dómsúrskurðar. Dómsmálaráðherra rakti að án úrskurðar megi ekki beita þessum aðgerðum, nema ef fyrir liggur ótvírætt samþykki umráðamanns eða eiginlegs notanda síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatæki. Sundurliðun á slíkri beitingu má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast