fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Drengurinn æfði með Haukum sem eru harmi slegnir – Minningarathöfn á miðvikudag

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmleikur átti sér stað í Hafnarfirði í gær er átta ára drengur lét lífið eftir árekstur við steypubíl á bifreiðastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka.

Drengurinn var iðkandi hjá Haukum og hefur knattspyrnufélagið sent aðstandendum drengsins samúðarkveðju.

„Sá sorglegi atburður átti sér stað í gær að 8 ára gamall drengur, iðkandi hjá Haukum í fótbolta, lét lífið í umferðarslysi hér á Ásvöllum. Við sendum fjölskyldu drengsins, innilegar samúðarkveðjur vegna þessa hörmulega slyss. Hugur okkar er hjá ykkur,“ segir í tilkynningu frá Haukum.

Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið og hefur málið verulega reynt á starfsmenn. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins sem á og rekur BM Vallá, sagði í samtali við DV fyrr í dag að hugur allra sé með fjölskyldu og ástvinum drengsins sem eiga nú um sárt að binda.

Lögreglan og höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins og boðað hefur verið til almennrar minningarathafnar á morgun klukkan 18 í Ástjarnakirkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“