fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þurfti að sækja 300 meðferðatíma í náminu og hélt hann hefði ekkert að fela – „Ég hélt ég væri í góðu lagi. Var bara forvitinn“

Fókus
Þriðjudaginn 31. október 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð,” segir Axel Á. Njarðvík, prestur í Skálholti, sem er nýjast viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur á Suðurlandi um langt árabil. Í þættinum leggja þeir Mummi á djúpið í vangaveltum til að mynda um trúna, mennskuna og hvað það þýðir að vera manneskja. Hið góða, hið illa og allt þar á milli.

300 tíma til að skilja sjálfan sig

„Ef þú veist ekki hver þú ert, hvernig ætlarðu að vera þú sjálfur,“ spyr Axel í þættinum en mennskan og það sem býr innra með fólki er honum afar hugleikið. Undanfarin ár hefur hann numið fræði kennd við svissneska geðlækninn Carl Gustav Jung sem er kallaður faðir greiningarsálfræðinnar. Fræga persónuleikaprófið Myers-Briggs byggist meðal annars á kenningum Jung sem fjallaði mikið um huglægan veruleika mannlegrar vitundar og frumgerðir mannsins.

Hluti af náminu sem Axel stundar við Jung Instituttet fólst í því að sjálfur þurfti Axel að fara í 300 meðferðartíma og kafa ofan í sjálfan sig. Þar uppgötvaði hann ýmislegt sem hafði verið honum hulið, en hann gekk inn í meðferðarsambandið í þeirri trú að hann ætti ekkert óuppgert.

Axel segir að þessu ferli felst að varpa að sér öllum hlutverkum sem við spilum, öllum þeim grímum sem við berum og öllu því sem við höfum tileinkað okkur aðeins sökum væntinga og vilja umhverfisins og annarra einstaklinga. Hann nefnir sem dæmi að fólk sem verður átrúnaðargoð í augum annarra sé þá skyndilega varpað inn í það hlutverk og margir ráði illa við það. Þetta sjáist skýrt af sviplegum örlögum stjarna sem létu lífið langt um aldur fram.

Við séum öll búin til úr því sama, stjörnuryki, mold eða hvað sem við köllum það. En á sama tíma erum við ekki eins í kjarnann. Við höfum okkar lífsanda. Við geymum alla illsku veraldar en um leið allan kærleikann. Svo höfum við meðvitund og vilja sem gerir okkur kleift að breyta rétt.

Klósettpappír sjálfsins

Axel tók fram rúllu af klósettpappír og sýndi hvernig fólk getur vafið sig ýmsum hlutverkum og lögum. Þessu þurfi að fletta frá hægt og rólega til að komast að kjarnanum.

„Þú ert ekkert ósvipaður klósettpappírnum. Þetta er eitt lagið þitt, þetta er KR-ingurinn, og þetta er eitthvað annað. Svona geturðu rifið utan af þér grímuna, persónuna eins og í leikritunum, og smám saman kemstu að kjarnanum. Öll lögin utan af þér, þarftu hægt og bítandi að taka af þér. Þó það megi nú nota þau aftur. En þetta snýst um það hversu langt inn í þig geturðu kafað til að átta þig á að þú ert farvegur, farvegur kærleikans í veröldinni. “

Öll þessi lög hefur fólk bætt á sig til að vernda sig, en það sé mikilvægt að vera meðvitaður um hvaða lög þetta eru og að þau skilgreina okkur ekki sem manneskjur. Þó einhver haldi með KR og sé KR-ingur þýði það ekki að viðkomandi sé KR-ingur í grunninn, þótt það sé einn þeirra mörgu hatta sem hann ber í lífinu.

Getur nagað þig inn að hjartarótum. Sektarkennd, samviskubit er ekki það saka, sektarkennd er meira svona tengsladót en samviskubit er eitthvað sem snýr að manni sjálfum.

Axel segir að Carl Jung og Jesú eigi í raun margt sameiginlegt og þó svo hann hafi ekki farið í þetta nám til að bæta sig sem prestur þá óhjákvæmilega gagnist námið tvímælalaust í starfi hans.

„Þú þarft að sækja 300 tíma í þerapíu sjálfur. Ég hélt ég væri í góðu lagi. Var bara forvitinn. En hefði viljað hafa 300 tíma í viðbót vegna þess að þarna ertu að læra að þekkja innviðina i þér, svo þú getir áttað þig á því þegar þú, sem meðferðaraðili, ert farinn að þvælast fyrir skjólstæðingnum. Eða þegar skjólstæðingurinn vekur upp í þér þætti og þú þarft að glíma við það á augabragði svo skjólstæðingurinn fái að njóta tímans en ekki þú á kostnað skjólstæðingsins.“

Hlusta má á viðtalið við Axel og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima alls konar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart