fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Robert De Niro sagður vera yfirmaður frá helvíti  – Kallaði aðstoðarkonuna ítrekað tík

Fókus
Þriðjudaginn 31. október 2023 20:00

Robert De Niro er sagður vera slæmur yfirmaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Robert De Niro er þessa dagana fyrir dómi vegna stefnu fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar gegn honum.

Graham Chase Robinson starfaði um árabil sem aðstoðarkona leikarans heimsfræga. Segja má að samband þeirra hafi súrnað hressilega undir lokin og sakaði leikarinn hana um ýmislegt misjafnt, meðal annars að hafa stundað hámhorf á Netflix á fullum launum og að hafa stolið vildarpunktum sem hann hafði safnað sér.

Chase svaraði með því að stefna leikaranum á haustmánuðum 2019 og er málið nú fyrir dómi vestan hafs. Krefst hún þess að fá 12 milljónir Bandaríkjadala, vel á annan milljarð króna, frá leikaranum.

Segir hún meðal annars að leikarinn hafi áreitt hana, lagt hana í einelti og ætlast til þess að hún væri til taks allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

Lögmaður Robinson, Brent Hannafan, lýsti því fyrir kviðdómendum í dag að De Niro væri afar „krefjandi“ yfirmaður og ítrekað hneykslað hana með framferði sínu og gert líf hennar erfitt. Þá hafi hann ítrekað kallað hana tík.

Graham Chase Robinson þegar málið var tekið fyrir.

Hann rifjaði svo upp að De Niro hafi einu sinni bókstaflega beðið hana um að klóra sér innan klæða á bakinu. Þegar hún spurði hann af hverju hann notaði ekki bakklóruna sem var rétt hjá hafi hann sagt að það væri betra þegar hún klóraði honum.

De Niro, sem er orðinn áttræður, var ekki beint hress í dómssal ef marka má umfjöllun New York Post um málið. „Þetta er allt kjaftæði,“ sagði hann þegar hann var spurður út í ásakanir fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar.

Lögmaður De Niro sagði að Robinson hefði alltaf leikið fórnarlambið í samskiptum þeirra og hún væri augljóslega hungruð í peninga.

Búist er við því að réttarhöldin taki um tvær vikur í það heila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin