Atletico Madrid er að vinna í því að endursemja við knattspyrnustjóra sinn, Diego Simeone. Marca segir frá þessu.
Samningur Simeone er að renna út að lokinni þessari leiktíð og liggur Atletico því nokkuð á að framlengja við Argentínumanninn.
Viðræður eru nú farnar af stað og talið að nýr samningur myndi gilda til 2027.
Þá kemur einnig fram að Simeone sé til í að taka á sig launalækkun vegna fjárhagsvandræða Atletico um þessar mundir.
Simeone hefur verið stjóri Atletico síðan 2011 og er þar lifandi goðsögn.