Segir kona á þrítugsaldri í bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.
Þetta byrjaði allt saman þegar myndarlegur fitness áhrifavaldur fór að sýna henni áhuga.
„Ég laug og sagðist vera að ganga í gegnum sambandsslit,“ segir hún.
Sannleikurinn er hins vegar sá að konan er í langtíma sambandi.
„Það hefur staðið í stað svo lengi. Ég var svo uppi með mér að einhver svona vinsæll, í góðu formi og gáfaður hefði áhuga á mér. Ég vildi sjá hvert þetta myndi fara og hugsaði ekkert út í yndislega kærasta minn til fimm ára.“
Konan er 28 ára, kærasti hennar er 30 ára og fitness áhrifavaldurinn er 32 ára.
„Ég hef aldrei fundið fyrir svona tengingu áður. Ég þráði snertingu hans. Það kom loksins augnablik þegar við vorum að fara úr ræktinni á sama tíma og hann spurði hvort mig langaði í drykk,“ segir hún.
„Hann sagði að honum fannst hann fastur í sínu sambandi og þurfti réttu manneskjuna til að hjálpa honum út úr því, hann horfði síðan djúpt í augu mín. Ég datt næstum því af barstólnum. Við hittumst nokkrum dögum seinna og stunduðum svo klikkað kynlíf.“
Nú eru liðnir sex mánuðir síðan.
„Kynlífið er ennþá stórkostlegt en mér líður ömurlega um það sem ég er að gera yndislega kærasta mínum. Ég er líka farin að taka eftir rauðum flöggum hjá áhrifavaldinum. Hann skilur mig stundum eina eftir til að hringja símtal, hann líka fylgist með mér í laumi. Hann varð brjálaður um daginn þegar karlmaður nálgaðist mig. Ekki nóg með það þá spurði hann af hverju ég sé enn að leiða kærastann minn, þannig ég held að hann hafi elt okkur.
Hann segir að hann ætli ekki að hætta með kærustunni sinni fyrr en ég sanna fyrir honum að mér sé alvara.“
„Þú ættir að hlaupa eins langt í burtu og þú getur. Þessi maður er stjórnsamur og mun ráðskast með þig um leið og hann fær tækifæri. Hlustaðu á innsæið og forðaðu þér.
Kærasti þinn hljómar eins og indæll maður sem verðskuldar ekki þessi svik.
Langtímasambönd geta auðveldlega orðið leiðinleg ef þið takið hvort öðrum sem sjálfsögðum hlut. Einbeittu þér að sambandinu og talaðu við kærastann þinn um hvernig þér hefur liðið upp á síðkastið. Ef ekkert breytist, þá ættir þú að hætta með honum að mínu mati.“