Vinicius Junior hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Real Madrid.
Hinn 23 ára gamli Vinicius er lykilmaður í liði Real Madrid og þetta því afar góðar fréttir fyrir stuðningsmenn félagsins.
Samningurinn gildir til 2027 og hefur klásúla í samningi brasilíska kantmannsins verið hækkuð úr 4 milljónum evra á ári í 10 milljónir evra.
Þá hefur verið sett klásúla í samning leikmannsins sem gerir félögum kleift að kaupa hann á 1 milljarð evra. Áður var hún 350 milljónir evra.
🤩🇧🇷 #ViniJr2027 🇧🇷🤩 pic.twitter.com/eyN7SJaUnr
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 31, 2023